Annan hvern föstudag á milli 12:30 og 13:00 eru haldnir hádegistónleikar í Háteigskirkju þar sem flutt er fjölbreytt efnisskrá við allra hæfi. Fjöldi flytjenda kemur fram á tónleikunum, bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar ásamt Lilju Eggertsdóttur píanóleikarara sem er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Nýjir flytjendur koma fram í hvert sinn og er efnisskrá hverra tónleika sérsniðin að þeim hópi flytjenda. Almennt miðaverð er 1000 krónur en 500 krónur fyrir eldri borgara og námsmenn.

 

Föstudaginn 2. mars næstkomandi verður efnisskráin á rómantískum nótum þar sem skiptast á ljúflingslög, dúettar og aríur í flutningi Önnu Hugadóttur víóluleikara, Bjartmars Sigurðssonar tenórs og Lilju Eggertsdóttur píanóleikara.

Vonast til að sjá ykkur sem flest!

 

Með vinsemd og þökk, Lilja Eggertsdóttir.

 

——————————————————————————————-

 

Musical moments at Háteigskirkja

 

Every second Friday at 12.30 PM Lilja Eggertsdóttir pianist presents a lunchconcert at the church of Háteigskirkja, featuring various icelandic musicians. A new programme is performed at every concert. Tickets 1.000 ISK / 500 ISK